Þann 18. nóvember mun Örninn taka þátt í alþjóðlegum degi barna í sorg. Það verður í fyrsta skiptið sem vakið er athygli á þessum degi hér á landi. Markmið dagsins er að koma af stað vitundarvakningu um sorgareinkenni barna og á hverju þau þurfa að halda. Með það að leiðarljósi stendur Örninn fyrir málþingi kl 12 og minningarstund kl 17. Málþingið mun bæði fara fram í Vídalínskirkju og í streymi á visir.is en þar munu Vigfús Bjarni Albertsson, prestur, Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur og Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur, deila af þekkingu sinni og reynslu af sorg og kvíða barna. Minningarstundin mun fara fram við Vífilsstaðavatn þar sem Kirstín Erna Blöndal ásamt Erni Arnarsyni flytja okkur tónlist. Þar munum við keikja á kertum fyrir þau sem við höfum misst og ylja okkur við minningar og heitt kakó.
Við hvetjum sem flest til að taka þátt með okkur og kynna sér málefnið.