Örninn hefur verið starfræktur á Norðurlandi og nú er starfið farið af stað annað árið í röð. Prestarnir halda utan um skipuleg og sálgæslu og annar fundur haustsins var haldin á Húsavík. Fyrsta samveran í haust var í Akureyrarkirkju og þátttakendur koma frá Egilstöðum, Neskaupsstað, Húsavík, Akureyri og Siglufirði. Samverurnar eru byggðar upp eins og í Vídalínskirkju, fræðsla/iðja fyrir börn og foreldra/forráðamenn og sameiginlegt matarsamfélag. Við erum afar stolt af þessu frábæra samstarfsfólki okkar norðan heiða.