Örninn

Minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn býður upp á helgardvöl og samverur fyrir börn og unglinga sem hafa misst náinn ástvin. Samverurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar.

Örninn is an organization that helps children and teenagers who have lost a close family member, a parent or a sibling, to work with their grief. We hold regular meetings over the year and every spring the group takes a trip outside of the city over a whole weekend where there is more grief work along with fun activities and play. Everyone who works for Örninn does so as a volunteer and it is our goal that the families do not have to bear any cost. We run on donations and your contribution is highly appreciated.

Markhópur

Börn á aldrinum 10-12 ára og 13-17 ára
sem hafa misst náinn ástvin.

Öruggur staður

Heiðrum minningu ástvina

Höfum gaman

Samverur

Yfir vetrartímann eru haldnar mánaðarlegar samverur fyrir þau börn sem nýta sér helgardvöl í sumarbúðum og foreldra og forráðamenn þeirra. Það er nauðsynlegt að vera búið að byggja upp traust áður en að farið er og einnig að veita eftirfylgd þegar búið er að fara í sumarbúðirnar. Á samverunum vinna börnin í sorginni, kynnast hvert öðru betur ásamt sorgarráðgjöfunum og sjálfboðaliðunum og svo borðar hópurinn saman kvöldmat. Oft bjóðum við einnig upp á góða fyrirlesara. Það eru prestar og sálfræðingar í hópnum sem leiða samtölin á þessum samverum. Þau sem skrá sig í Örninn hér á heimasíðunni fá fundarboð á samverurnar og þess vegna er mikilvægt að skrá inn netfang.

Stund­um þurfa til­finn­ing­ar að fara á blað
og síðan vilj­um við losa okk­ur við þær.